Örvitinn

Fínar fótboltaæfingar

Var á æfingu með Henson í kvöld, fín mæting eins og undanfarið og skemmtilegur fótbolti í gangi. Það er helvíti gaman að þessum bolta á gervigrasinu í laugardal þegar mætingin er góð og veðrið fínt eins og í kvöld. Merkilegt að segja frá því að við höfum fengið úrvals veður alla miðvikudaga eftir áramót. Síðustu kvöld hefur verið hrikalega kalt en í kvöld var veðrið fínt fyrir fótboltaiðkun.

Vorum fjórtán mættir í kvöld, höfum verið að mæta þetta fjórtán til sextán undanfarið. Held það hafi verið rúmlega tuttugu manna hópur sem hefur verið að mæta síðustu mánuði. Nokkrir hafa lítið sést, það þyrfti að fara að tékka á því hvort þeir verða með í sumar.

Núna þarf að drífa í að taka æfingaleiki og koma mönnum í form. Verst að það liggur eiginlega á mér að redda þessum æfingaleikjum, ég er ekkert búinn að vera neitt sérlega drífandi í þessum málum undanfarið :-) Ef þú veist um utandeildarlið sem væri til í að taka æfingaleik máttu hafa samband, ég redda velli, nema hitt liðið geti séð um það!

Átti annars þokkalegan leik í kvöld, hékk í framherjastöðu allt kvöldið, skoraði nokkur mörk og lagði upp fjölmörg önnur. Átti reyndar líka klúður kvöldins í lokin en það gerir ekkert til.

boltinn