Örvitinn

Sleppi þessum tónleikum

Það er aldeilis nóg að gera í tónlistarlífinu á Íslandi á næstunni. Davíð var að bjóðast til að kaupa miða á Korn tónleikana. Ég er samt eiginlega búinn að ákveða að fara ekki á neina tónleika í þessari törn. Í fyrsta lagi er ég ekkert rosalega spenntur fyrir þessum böndum sem eru að koma, Korn, Incubus og Placebo eru ágætis bönd en ég hef ekkert verið að hlusta rosalega mikið á þau. Undanfarna daga hef ég verið að hlusta frekar mikið á Damien Rice og væri alveg til í að skella mér á þann konsert, efast samt um að ég geti dregið einhvern með mér.

Ég er náttúrulega að fara að spandera hellings pening í þrjár utanlandsferðir á næstu mánuðum, auk þess sem ég ætla að kaupa mér nýja stafræna myndavél. Held ég verði að fórna einhverju.

<sjálfsblekking>Svo er líka helvíti dýrt að fara á tónleika miðað við að þetta er bara tveggja tíma skemmtun í besta falli, miklu betra að hlusta bara á þetta í græjunum heima</sjálfsblekking>

Er að hlusta á Comes a Time með Neil Young. Ef hann héldi tónleika hér á landi gæti fátt komið í veg fyrir að ég færi.

menning