Örvitinn

Líf David Gale

Dauðadómsdrama hafa aldrei verið minn tebolli en þessi kom mér ágætlega á óvart. Tók hana á DVD í kvöld vegna þess að ég fann ekkert annað. Kevin Spacey þótti mér einu sinni ávísun á að um sæmilega mynd var að ræða þar til ég asnaðist til að sjá K-Pax í bíó, sú mynd var hörmung.

Þessi er ágæt, nokkuð fyrirsjáanleg en ekki samt of. Væntanlega geta bæði andstæðingar og stuðningsmenn (hverjir eru það eiginlega?) dauðarefsinga fundið eitthvað málstað sínum til framdráttar í myndinni. Samt varla hægt að fjalla um það að neinu marki nema með því að spilla myndinni.

Enn og aftur tek ég DVD mynd sem er fjölfölduð á íslandi, stereo hljóð og ekki breiðmynd - betra en VHS, skárra en ekkert.

kvikmyndir