Örvitinn

Serial tengi eru hægvirk

Þar sem ferðavélin er dauð er eina leiðin til að færa myndir yfir í tölvuna sú að notast við serial snúru. Mikið hrikalega er það hægvirkt. Við erum að tala um að það tekur um eina og hálfa mínútu að færa hverja mynd. Sem betur fer gerist þetta í bakgrunni og veldur litlu álagi á gjörvann - þannig að maður verður ekki mikið var við þetta.

Þarna hefnist mér fyrir að hafa verið snemma á ferðinni í myndavélakaupum, því C-2000 er eflaust meðal síðustu myndavéla sem komu með serial tengi, USB tengi varð staðalbúnaður í næstu kynslóð myndavéla þar á eftir. Er samt mjög ánægður með þessi kaup.

Maður þyrfti eiginlega að fara og kaupa sér hræódýran USB smartmedia lesara, það hlýtur að vera hægt að fá svoleiðis fyrir slikk. Eða kannski nýja ferðatölvu, kannski það sé bara lausnin :-)

Stelpurnar fóru út að leika eftir að við komum frá leikskólanum, Kolla er ansi klár að róla og alveg óhrædd - Inga María hefur ekki alveg náð tækninni en er þeim mun duglegri við að skipa pabba sínum að ýta sér. Ég tók nokkrar myndir af stelpunum og er að færa þær úr myndavélinni í tölvuna - ekki nema 20 mín eftir!

tölvuvesen
Athugasemdir

Eggert - 05/03/04 09:47 #

Hmm, ég held þú fáir svona usb lesara fyrir ~3000kall í tölvulistanum - ef ég man rétt.

Matti Á. - 05/03/04 15:17 #

Ég var meira að hugsa um svona fimm hundruð krónur :-)