Örvitinn

Kemst ekki á Leicester-Liverpool

Var að sjá að það er búið að ákveða leikdaga fyrir leiki Liverpool og Marseille í UEFA bikarnum. Seinni leikurinn, sem fer fram í Frakkand, verður spilaður fimmtudaginn 25. mars, það veldur því væntanlega að leikur Liverpool og Leicester verður færður frá til sunnudags (28. mars) en hann átti að fara fram á laugardeginum..

Við erum semsagt að fara til London 25.-28 þessa mánaðar og stefnan var sett á að ég og Baddi myndum skjótast til Leicester á laugardeginum og sjá Liverpool spilar við heimamenn. Þó við fljúgum heim á sunnudagskvöldi er ekki líklegt að við myndum ná að skjótast til Leicester og aftur til baka tímanlega í flugið - þannig að það er úr myndinni. Nú þarf ég að tékka á því hvort það sé einhver áhugaverður leikur í London á laugadeginum, held það sé útilokað að fá miða á leik Arsenal og Untited, en kannski góðar líkur á að maður geti séð Chelsea taka á móti Úlfunum, þó það ekkert mjög spennandi leikur á pappírunum. - held maður verði samt að kíkja á völlinn fyrst maður er á svæðinu. Liverpool mun ég svo sjá spila þegar þeir valta yfir Manchester United á Old Trafford í síðari hluta apríl mánaðar.

boltinn
Athugasemdir

Davíð - 06/03/04 09:50 #

Ég get örugglega reddað þér miðum á Stamford Bridge.......

.....Og svo náttúrulega verð ég við hliðin á þér þegar United rúllar yfir Liverpool í apríl....

Hvernig var með Stebba? Ætlar hann með?

Matti Á. - 06/03/04 09:55 #

Ég hitti Stebba á eftir - fæ þetta á hreint.

Ætli United-Liverpool leikurinn verði ekki bara steindautt 0-0 jafntefli miðað við hversu kokhraustir við erum :-)

Matti Á. - 06/03/04 09:58 #

Og ég ætlaði einmitt að hafa samband við og biðja þig um að tékka á miðum á Chelsea leikinn, værirðu til í að skoða það fyrir mig? :-)

Davíð - 06/03/04 23:43 #

...jamm tékkum á því á mánudaginn.

sirry - 08/03/04 22:16 #

Hvernig fór þetta ? fengu þið miða ?

Matti Á. - 09/03/04 11:23 #

Þetta er í vinnslu!