Örvitinn

Tori Amos á Hótel Borg

Nei, hún er ekki á leiðinni :-) Ég er í vinnunni að hlusta á Little Earthquakes með Tori Amos og rifja upp þegar ég og Regin sáum hana spila á Hótel Borg 23. júlí 1992 (ég fletti þessu upp á netinu, mundi ekkert hvaða ár þetta var, hvað þá meira)

Hún var að sjálfsögðu ein, spilaði á píanóið og söng eins og engill, sat klofvega á bekknum og sneri að salnum, píanóið vinstra megin. Við stóðum dolfallnir í salnum, kynþokki hennar var magnaður. Við vorum báðir ástfangnir af þessari gyðju eftir tónleikana.

Næstum tólf ár síðan - það er ótrúlegt.

tónlist
Athugasemdir

bió - 05/03/04 22:31 #

Jebb þetta var tónlistarleg upplifun. Ég sat á fremsta bekk. Er ennþá að jafna mig.

Davíð - 06/03/04 09:47 #

......Hvar var ég... Davíð Tori Olafsson Amos

Matti Á. - 06/03/04 09:53 #

Ég veit ekki af hverju þú mættir ekki, en ég man eftir því að þú hefur séð eftir því æ síðan :-)

Agalegt klúður að missa af Tori Amos.