Örvitinn

Lost in translation

Það gerist nú ekki mjög mikið í þessari mynd - en það er heldur ekki nauðsynlegt að mikið gerist í myndum til að þær geti verið góðar.

Miðaldra kvikmyndaleikari og ung stúlka eru einmana í Tokyo - bæði í krísu, vita ekki alveg hvað þau vilja. Finna hvort annað og upplifa Japan saman. Einhver örlítil kynferðisleg spenna er á milli þeirra en samband þeirra er þó bara á andlega sviðinu.

Ágæt mynd en ég skil samt ekki allt það lof sem hún fær. Hún minnti mig dálítið á íslenska kvikmyndagerð, í stað þess að náttúran og furðulegir íslendingar séu í aðalhlutverki er Japanskt borgarlíf og furðulegir japanar í aðalhlutverki í þessari mynd. Sérstaklega eru atriðin þegar stúlkan læðist um og kíkir á ýmsa atburði, trúarathöfn, brúðkaup og blómaskreytingartíma, á þann veg.

kvikmyndir