Örvitinn

Gagnsleysi samræðuformsins

Sumt fólk er þannig af Gvuði gert að það tekur því ekki að ræða við það, hvað þá rökræða.
Vafalítið fell ég undir þá skilgreiningu hjá einhverjum.
Það tekur því alls ekki að ræða við það fólk.

Ætli samræður séu jafn gagnlegar og af er látið - hugsanlega bara nýtilegar sem frásagnaform? Eru gagnlegar samræður mýta?

Ég er ekki að segja að samræður geti ekki verið skemmtilegar, jafnvel fróðlegar - en kemur eitthvað út úr þeim? Samræður - samningaviðræður, einhver munur?

Það væri áhugavert að ræða þetta....

Ýmislegt
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 10/03/04 23:29 #

"Það væri áhugavert að ræða þetta...."

En væntanlega gagnslaust :)

Skúli - 11/03/04 11:14 #

Mikið hljótum við allir að vera áhugaverðir fyrir við getum svo lengi tekið þátt í gagnslausri samræðu hverjir við aðra! ;>)

Matti Á. - 11/03/04 11:23 #

Er þetta ekki bara einhver þráhyggja í okkur?

Mér finnst við stundum skiptast á að standa á kassa.

Þetta er oft skemmtilegt, oft fróðlegt og iðulega áhugavert. En ætli þetta sé gagnlegt?

Þá liggur beinast við að spyrja, hvað á maðurinn við með orðinu gagnlegt. Það liggur nefnilega ekki ljóst fyrir.

Birgir Baldursson - 11/03/04 11:27 #

Er það ekki gagnlegt ef það er skemmtilegt, fróðlegt og áhugavert?

Skúli - 11/03/04 11:30 #

Allt sem þú telur þarna upp: skemmtilegt, fróðlegt og áhugavert, myndu nú sumir kalla gagnlegt.

En hvort þetta eykur þekkingu okkar eða annarra (ef einhver annar les þetta) er annað mál. Við breytum ekki kjarna skoðana okkar en þær slípast þó eitthvað til, held ég.

Verst maður er ekki alveg að drukkna í tíma.

Skúli - 11/03/04 11:32 #

"Allt sem þú telur þarna upp: skemmtilegt, fróðlegt og áhugavert, myndu nú sumir kalla gagnlegt."

"Er það ekki gagnlegt ef það er skemmtilegt, fróðlegt og áhugavert?"

Sko!

Matti Á. - 11/03/04 11:33 #

Sko, aðferð Sókratesar virkar ennþá :-P