Örvitinn

Enski boltinn af Sýn

Það er víst hætta á því að Sýn missi sýningarréttinn á Enska boltanum. Ég verð að segja eins og er að mér líst ekki nógu vel á þetta eins og er.

Vissulega er samkeppnin góð og nýir aðilar koma eflaust ferskir inn - en Sýn hefur verið að standa sig vel, sérstaklega í ár. Málið er að ég mun segja upp áskrift af Sýn ef þeir missa enska boltann og Stöð2 fær að fjúka líka, ég er einungis með Stöð2 vegna þess að það munar svo "litlu" að bæta henni við Sýn. Það fer svo eftir því hvernig nýja stöðin útfærir þetta hvort maður greiðir þeim áskrift, væntanlega verða þeir með þetta í áskrift þar sem þeir eru að fara að greiða meira en 200 milljónir fyrir efnið. Ef þeir fara með þetta í gegnum breiðbandið er ég úti í kuldanum, þar sem ég hef ekki aðgang að því ennþá. Varla fara þeir að setja í loftið nýtt kerfi - það hlýtur að vera of dýrt.

Þar sem ég mun hætta að greiða af Sýn mun ég ekki lengur hafa aðgang að Meistaradeildinni og Spænsku deildinni. Ég tími ekki að borga áskrift einungis fyrir það efni, en finnst fengur að því að fá það með í pakkanum. Ég horfi lítið á annað sport á Sýn og ljósbláu myndirnar hafa ekki náð að heilla mig ennþá :-P Enski boltinn er náttúrulega besta sjónvarpsefni í geimi - en Sýn bætir líka sykur ofan á með öðru íþróttaefni.

Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessu - en það er alveg ljóst að mitt heimili mun ekki eyða meiri pening í sjónvarpsgláp á næstu árum.

Hver veit, kannski fær maður aðgang að meiri bolta fyrir minna fé og allir verða ánægðir. Hugsanlega neyðist maður til að hanga á reykfylltum börum bæjarins þrisvar í viku með tilheyrandi bjórdrykkju til að glápa á boltann í framtíðinni :-O Mér hugnast það ekkert sérlega vel - í alvöru.

boltinn
Athugasemdir

Einar Örn - 12/03/04 14:04 #

Jamm, mér líst líka hræðilega á þetta. Ég get hreinlega ekki séð hvernig þetta á að bæta ástandið einsog það er í dag.

Matti Á. - 12/03/04 14:38 #

Þetta er frekar bagalegt í ljósi þess að í ár hefur Sýn staðið sig sérstaklega vel að mínu mati. Þátturinn með Guðna Bergs var löngu tímabær þó stundum séu hnökrar í honum (les: einhverjir Man U. aular að gagnrýna Liverpool) og þeir hafa sýnt helling af leikjum. Ég sé ekki hverning aðrir aðilar fara af því að toppa Sýn í gæðum fyrir sama eða minni pening.

Davíð - 13/03/04 16:02 #

Við höfum nú ekki séð fyrir endann á þessu strax. Að mínu mati gæti í rauninni tvennt gerst:

1

Skjár 1 muni í samstarfi við Símann breiða út boðskap breiðvarpsins og hluti af enska boltanum verði sýndur þar. Eins skilst mér að Rúv ætli að vera í einhverju samstarfi við Skjá 1??? Veit að vísu ekki hvernig það samstarf ætti að vera því báðir þessi aðilar eru í jafnmikilli samkeppni og Norðurljós.

2

Að upphaflega hafi þetta verið "lúppa" hjá Helga Hermanns og Hagkaupsbræðrum í að loksins munu Norðurljós kaupa Skjá 1. Það verður að koma í ljós en það gæti verið alveg eins líklegt því að Síminn fjármagnaði ekki þessi kaup heldur eigendur Skjás 1. Það er mjög einkennilegt að þeir skuli hafa sett 220 millj, í enska boltann þegar Skjár einn stendur á brauðfótum fjárhagslega. Nú stendur yfir hlutafjárauking um 250 millj. sem eiga að fleyta Skjá 1 fram á haustið og þá á að taka ákvörðun um áframhald Skjás 1 .... og ekki eru tekjurnar sem fylgja enska boltanum nóg til að bjarga Íslenska Sjónvarpsfélaginu sem rekur Skjá 1 það veit ég.

En mínir menn eru sveittir og Marinó Guðmundsson fjármálastjóri Íslenska Útvarpsfélagsins sefur örugglega ekki rólega um þessar mundir eftir þetta "klúður". Eins er það athyglisvert að Skjár 1 bauð 220 millj. en ÍÚ 190 millj. Ef Skjár einn hefði verið innan við 10% hærri þá hefði ÍÚ fengið áframhaldandi sýningarétt (10% regla). Þetta er ansi akkúrat hjá Skjá 1......

En við skulum bíða og sjá....

Matti Á. - 13/03/04 16:35 #

Takk Davíð - ég var einmitt segja við Regin að áhugavert væri að heyra í þér varðandi þetta mál.

Ég hef ekki heyrt síðari möguleikann áður, en hann virkar ekki ósennilegur í ljósi þess hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í íslensku viðskiptalífi um þessar mundir.

Davíð - 14/03/04 01:02 #

akkúrat....