Örvitinn

Heimahjúkrun

Inga María fékk rör í eyrun í morgun auk þess sem nefkirtlar voru fjarlægðir. Þetta er held ég í þriðja sinn sem hún fær rör í eyrun og Kolla hefur farið álíka oft, þannig að við erum orðin nokkuð sjóuð í þessu. Þetta er samt alltaf frekar stressandi. Aðgerðin var örlítið meira mál núna þar sem nefkirtlar voru líka teknir, hún þarf að vera heima á morgun en eftir röraðgerð hefur verið nóg að halda henni heima þann daginn.

Gyða fór með henni í aðgerðina í morgun og var hér heima til hádegis, ég tók við vaktinni þá. Inga María svaf í allan morgun, vaknaði skömmu eftir að ég kom. Fékk smá skyr og jógúrt og er núna að horfa á múmínsnáðaspólu.

fjölskyldan
Athugasemdir

JBJ - 19/03/04 17:50 #

Þessi færsla birtist í Morgunblaðinu í dag, án myndar.

Upphaflega var þessi athugasemd sett við næstu færslu á eftir, en ég færði hana eftir að Jói sendi inn leiðréttingu MÁ.

Matti Á. - 19/03/04 17:56 #

Ég hef aldrei skilið almennilega hvernig mogginn velur bloggfærslur til að birta í blaðinu hjá sér.

Ekki held ég að mörgum sem ekki þekkja mig eða fjölskylduna þyki þessi færsla áhugaverð :-)