Örvitinn

Fastan

Sniðught trix hjá trúmönnum að fasta - sleppa almennilegum mat í nokkra daga og hugleiða lífið og tilveruna. Næringarskorturinn færir þá vafalítið nær Gvuði og hungrið gerir það að verkum að loks þegar þeir fá almennilega máltíð upplifa þeir kraftaverk.

Mér finnst galli við kristnar hugleiðingar að stundum eru settar fram ágætar pælingar sem svo eru eyðilagðar með hindurvitnum. Í den lærði ég að maður ætti að fara yfir texta og taka út allan óþarfa . Með það að leiðarljósi hef ég leiðrétt smá klausu úr prédikuninni.

Er þetta ekki ágætt verkefni að glíma við í fjörtíu daga á ári? Að líta í eigin barm og kanna hvar við stöndum, hugleiða grundvallarspurningar um líf okkar og nýta þannig föstuna til að styrkja og bæta samband okkar við Guð, gera hugsanlega leiðréttingu á stefnunni í lífi okkar með það að markmiði að öðlast fyllri og sannari tilveru.

kristni
Athugasemdir

Árni Svanur - 20/03/04 09:09 #

Takk fyrir að vekja athygli á hugvekjunni. Mér finnst frábært að hún tali á einhvern hátt til þín af því að þú tilheyrir engan veginn markhópnum. Ég er að vísu ósammála flestu sem kemur fram í færslunni, en látum það liggja á milli hluta :-)

Ég held reyndar að þú sért hér kannski að gefa vef-dæmi um það hvernig fólk hlustar á texta og vinnur úr honum almennt: Þ.e. tekur inn það sem er sagt og strikar út það sem ekki á við eða þykir ekki passandi.