Örvitinn

Inga María ælupúki

Inga María fór í leikskólann í dag enda var hún orðin hress í gærkvöldi, í morgun var hún kát.

Fengum símtal frá leikskólanum rúmlega fjögur í dag, þá hafði hún ælt svona líka hressilega. Ég fór og sótti þær stelpur örlítið fyrr en ég hafði ætlað mér, planaði reyndar að fara snemma þar sem það var foreldakaffi í dag. Inga María var bara hress þegar ég sótti hana en gusan sem kom úr henni hafði víst verið með rúmlegra móti, hún ældi yfir sig og Vaggí fóstru og þurftu þær báðar að skipta um föt.

Þetta þýðir að við þurfum að taka okkur frí vegna veikinda barns á morgun, aftur og nýbúin. Við höfum reynt að skipta þessu með okkur hingað til, Gyða fer í vinnuna í fyrramálið og kemur svo heim á hádegi og ég skýst í vinnuna þá. Mér finnst ferlega óþægilegt að taka þessi veikindafrí - bölvað vesen að vera ekki með tengingu við vinnuna (og vinnuvél) vegna þess að ég gæti vel hæglega unnið hér heima, a.m.k. þegar Inga María er jafn hress og á mánudaginn.

fjölskyldan
Athugasemdir

Sirrý - 07/04/04 08:31 #

Leiðinlegt að heyra af því að hún sé veik vonandi batnar henni sem fyrst leiðinlegt að vera veik og hvað um páskana. Tinna er einmitt líka veik heima ældi í gær af hósta og svo var hún þegjandi hás greyið litla og mókti bara í 3 tíma en er öll að hressast.