Örvitinn

Algjört svindl

Mér finnst ekki sanngjarnt að Arsenal fái alltaf að hafa Henry í sínu liði. Af hverju er ekki hægt að skiptast á :-P

boltinn
Athugasemdir

Einar Örn - 09/04/04 14:13 #

Ok, síðan mín virkar ekki, þannig að ég fæ mína útrás hérna.

Það er allt gott hægt að segja um Henry. HINS VEGAR hef ég aldrei séð jafn hroðalegan varnarleik og Liverpool sýndu í seinni hálfleik. Ég hef alltaf vitað að Biscan væri ömurlegur, en ég held að ég hafi aldrei séð lélegri varnarvinnu en hjá honum og Carragher í þessum leik.

Pires og Henry léku sér að þeim. Þeir þurftu ekki einu sinni að sýna nein tilþrif, Biscan og Carragher gáfu þeim svo mörg tækifæri til að leika sér.

Annað markið hjá Henry var gott, en samt losna ég ekki við þá mynd úr hausnum á mér þegar Carragher dettur þegar Henry feikar skotið. Ekki nóg með að hann detti, heldur dettur hann á Biscan, sem hrynur niður líka og Henry labbar að marki.

Houllier er algjörlega á byrjunarreit. 14 milljón punda framherji mun EKKI bjarga Liverpool. Það verður að byrja á því að skipta út báðum bakvörðunum, öðrum miðverðinum (halda Hyppia) og henda Hamann út.

Þessi seinni hálfleikur er það ömurlegasta, sem ég hef nokkurn tímann séð hjá Liverpool! Arsenal hefðu leikandi geta sett 5-6 mörk á þessum 45 mínútum. Ekki einn einasti leikmaður liðsins (fyrir utan Gerrard auðvitað) barðist fyrir liðið.

Þvílík hörmung!

Matti Á. - 09/04/04 14:16 #

Þetta er allt satt og rétt.

Davíð - 09/04/04 18:00 #

.......vonandi verða þeir betri á Old Trafford 24. apríl....... Ég nenni ekki að hafa Matta grátandi á öxlinni alla ferðina......!

Kristján Atli - 09/04/04 18:28 #

Já, þetta var alveg sorglegur seinni hálfleikur hjá okkar mönnum. Ég skrifaði pistil um leikinn á heimasíðunni minni (http://www.jupiterfrost.net/index.php?cat=2) og tíundaði þar hvað þarf að laga hjá liðinu í sumar. Nú er bara um að gera að vona að Newcastle hljóti sömu örlög á sunnudaginn og við í dag.

Hugdetta: Hvernig væru Leeds staddir í dag ef þeir hefðu getað fengið Henry 'lánaðan' í upphafi tímabils? Væru þeir í toppbaráttunni? Er hann ÞAÐ GÓÐUR? Hmm...