Örvitinn

Öreindirnar

Kláraði loks að lesa Öreindirnar eftir Michel Houllebecq, las hana hálfa um daginn en lagði svo á hilluna í tvær vikur. Keypti bókina á útsölu í Eymundsson um daginn og borgaði 999.- kr fyrir hana.

Bókin fjallar um frekar aumkunarverða hálfbræður, Bruno og Michel. Bruno er með kynlíf á heilanum en Michel er hálf getulaus. Michel ku vera snillingur sem er í þann veg að gera uppgötvun sem mun gjörbylta mannkyninu. Ég átti satt að segja von á einhverju merkilegra en umfjöllun um hópkynlíf og úrkynjun miðaldra nútímamanna - var satt að segja ekkert alltof hrifinn af bókinni. Var að vonast eftir meiri vísindapælingu en minni kynlífsumfjöllun, þó verð ég seint kallaður tepra.

Mér fannst höfundur vera að reyna að mála mannkyn afskaplega svörtum litum svo við myndum kaupa þá framtíðarsýn sem hann málar í bókinni. Ég kaupi þetta ekki.

Þegar ég leitaði að bókinni á google var efst á lista góð umfjöllun badabing, læt duga að vísa á hana fyrir þá sem vilja vita meira.

bækur
Athugasemdir

Birkir - 20/04/04 12:24 #

Af því að ég lendi nú stundum í því að vera lesa sömu bækurnar og þú, þá datt mér í hug að benda þér á tvær sem ég hef lesið nýlega...

Naked in the Mind Field

The Dirt