Örvitinn

Blaður, svepparisotto, harðsperrur og myndavélagagnrýni

Ég veit ekki hvað gerðist í gær sem olli því að ég skrifaði ekkert á síðuna. þetta er agalegt, ég biðst afsökunar og lofa því að þetta gerist ekki oft í náinni framtíð :-P Er ekki eitthvað þegar manni finnst óþægilegt að missa út dag í dagbókarskrifum :-)

Eldaði risotto úr afgöngum í gærkvöldi, mikið var það gott.

Saxa lauk, hvítlauk, papriku og sellerí smátt, steikja í olíu í fimm mínútur. Skella grjónunum á pönnuna og steikja í eina mínútu, hræra vel á meðan. Setja slatta af soði (svona hálfan litra) á grjónin og láta þau sjóða alveg niður, n.b. soðið á að vera mallandi í potti meðan á matreiðslu stendur. Svo eys maður soðinu yfir, einni og einni ausu og lætur sjóða niður. Þetta tekur svona 20 mínútur. Á meðan steikti ég sveppina á annarri pönnu, skellti þeim svo í matvinnsluvél til að fá þá mjög smátt skorna (en ekki maukaða). Þegar grjónin voru að verða tilbúin setti ég ferska kryddið og sveppina saman við, hrærði vel saman. Að lokum reif ég parmesan ost og blandaði út í, kryddaði með svörtum pipar.

Þetta var að mínu hógværa mati hrikalega gott og meira að segja Áróra Ósk hrósaði matnum! Tók með mér afganga til að borða í hádeginu í dag.

Fór á fótboltaæfingu í gærkvöldi, spiluðum á tennisvellinum í Laugardal þar sem KSÍ var búið að setja leik á aðalvöllinn. Það er ágætt að spila á tennisvellinum, sérstaklega þegar mætingin er ekki betri en í gær, átta mættir. Annars var ég með harðsperrur í fótum eftir æfinguna í fyrradag, svosem ekki merkilegt fyrir utan að ég lyfti ekkert með fótum þá, harðsperrurnar voru eftir skokkið á hlaupabrettinu.

imaging-resource birti í gær gagnrýni sína um D-70 myndavélina, vefurinn hefur eiginlega verið á hliðinni síðan enda gríðarlega margir áhugasemdir um þessa vél - en umfjöllun þeirra er afskaplega jákvæð enda er þetta snilldargræja.

dagbók græjur matur
Athugasemdir

Gummi Jóh - 15/04/04 12:33 #

Ekki láta þetta koma fyrir aftur!

Annars sakna ég lag dagsins :)

Matti Á. - 15/04/04 13:12 #

Lag dagsins hefur legið niðri sökum plássleysis á hörðum disk og paranoju :-)