Örvitinn

Helvítis terroristar

Nú voru hryðjuverkamenn víst að plana aðgerðir á Old Trafford næsta laugardag, þegar ég verð á vellinum. Ekki hugnast mér það, bretarnir náðu þeim vonandi öllum.

Reyndar eru þessar tengingar við Old Trafford úr spekúlasjónum frá breskum slúðurfjölmiðlum - en það breytir því ekki að svona umtal er mér ekki til skemmtunar. Áður en við fórum til London um daginn sprengdu skíthælar lestir á Spáni og myrtu fjölda fólks - þá var maður orðinn stressaður við að fara í neðanjarðarlestir. Ég ætla ekki að stressa mig á því að fara á leikinn. Mun þó óhjákvæmilega horfa tvisvar á alla araba - hræðsla skapar fordóma, sérstaklega illa ígrunduð hræðsla.

Ýmislegt
Athugasemdir

Sirrý - 20/04/04 15:51 #

þú ferð bara vel með þig þarna úti og ferð varlega.

Óli Jói - 20/04/04 19:53 #

Þetta er náttúrulega skelfilegt, vonandi að öllum þeim sem skipulögðu þetta ætlaða tilræði hafi verið náð - en maður spyr sig: Hvað skyldi það vera næst hjá terroristum!!

Góða skemmtun á vellinum og vonandi vinnur Liverpool!!!