Örvitinn

Hitt og þetta

Styttist í Manchester ferð, merkilegt hvað tíminn líður hratt. Þetta verður stuð, þó maður sé óneitanlega örlítið með hugann við annað.

Var í vinnunni til tvö í nótt, þar af má rekja klukkutíma til minna afglapa - gott að minna sig á það reglulega að maður er bjáni :-)

Sumardagurinn fyrsti á morgun - þetta er náttúrulega kristin trúarhátíðhátíð, allir vita að Jesús gerði ýmsilegt merkilegt á þessum degi, eða hvað?

Ég er með harðsperrur eftir leikinn í fyrradag.

Ýmislegt
Athugasemdir

Sirrý - 21/04/04 14:52 #

Vita kirkjurnar menn ekki bara hvurlags trúarvillufólk býr þarna :C) Ég hélt reyndar að það væri oft þannig að skrúðgangan byrjaði í kirkju því að skátar eru oft vígðir á þessum degi í kirkju en ekki að hún endaði þar hélt hún endaði í fjöri á opnusvæði þar sem skátarnir skemmtu.

Matti Á. - 21/04/04 14:54 #

Það er allur gangur á því, þetta er mismunandi eftir hverfum.

Halldór E. - 21/04/04 15:00 #

Það er misjafnt hvernig menn lesa ÍTR dagskrána. Ég var að skoða dagskrána rétt áðan og hugsaði sem svo, "Æi, er kirkjan með alls staðar nema hjá mér. Ég þarf að muna að tala við Tónabæ á næsta ári, þannig að skrúðgangan hefjist í Grensáskirkju". :-) En svona er þetta skrítið! Samskonar auglýsingar hafa mismunandi áhrif á menn.

Matti Á. - 21/04/04 15:02 #

Við skoðum heiminn greinilega með trúar/trúleysis gleraugum :-)