Örvitinn

Kristilegur barnatími

Hvað veldur því að Stöð2 sýnir kristilegar teiknimyndir (Biblíusögur) á þessum sumardagsmorgni? Ætli þeir haldi að þessi dagur hafi trúarlega merkingu þar sem það er almennt frí ?

Finnst kúguðum trúmönnum eðlilegt að boðið sé upp á trúboð í barnatímum? Auðvitað finnst þeim það. En hvað ætli þeim myndi finnast ef morgunsjónvarpið sýndi áróður gegn trú? Ætli þeim þætti það eðlilegt? Að sjálfsögðu ekki, þeir yrðu satt að segja brjálaðir, kúgaði meirihlutinn.

Það eru til ótal ævintýri sem sjónvarpsstöðvar geta boðið upp á, má ekki geyma Jesúævintýrið fyrir helgidaga?

kristni
Athugasemdir

Arnaldur - 22/04/04 12:05 #

Þvílíkur eldmóður Matti! Þú ert ætíð á verði. Kristnir menn fara senn að nefna þig Antí-Krist. Það er líkt og þú berjist gegn bullinu innblásinn af visku og vargmætti Almættisins!

Matti Á. - 22/04/04 12:28 #

Þetta er bara afleiðing þess að ég vaknaði snemma og horfði á morgunsjónvarpið ásamt stelpunum :-)

"Helgun" sumardagsins fyrsta er dálítið merkilegt fyrirbæri að mínu mati.

Skúli - 27/04/04 14:29 #

Var það ekki séra Friðrik sem endurvakti þann sið að fagna s.d.#1?

Óli Gneisti - 29/04/04 03:13 #

Nei Skúli, Friðrik virðist hvergi hafa komið nærri.

Í fyrsta lagi þá dó siðurinn aldrei út og því ekki hægt að "endurvekja" hann, sumardagurinn fyrsti var helsti hátíðsdagur Íslendinga utan jólanna um aldamótin 1900.

Í öðru lagi var fyrst haldið upp á sumardaginn fyrsta eins og við þekkjum hann árið 1921 og þá var það Bandalag Kvenna í Reykjavík sem stóð fyrir því.

Saga daganna er alveg ákaflega þægileg bók til að hafa við höndina.