Örvitinn

Ég er ekki tvítugur

Djöfull er ég þreyttur eftir helgina. Fyllerí bæði föstudags og laugardagskvöld auk fótboltaleiks á laugardag. Leikurinn fór illa, var ansi furðulegur samt. Skrifa kannski meira um það í kvöld.

Fyllerí fóru ágætlega, djammaði samt óþarflega lengi á laugardag. Ég missti allt tímaskyn. Settumst niður hjá Lárusi (stærri) eftir leik og sátum þar að sumbli. Fórum í bæinn um hálf tvö (ég hélt að klukkan væri svona ellefu). Fórum fyrst á Kaffibarinn en ég endaði á Hverfisbarnum ásamt Axel og Kjartani í Henson, vorum þar fram undir morgun.

Rakst á Einar Örn á Hverfisbarnum og kastaði á hann kveðju, ræddi við hann örstutt... eflaust um fótbolta,man það ekki alveg :-). Ég var orðinn nokkuð vel í því þegar ég mætti á Hverfisbarinn og hefði vafalítið orðið alveg svartur ef mér hefði tekist að klára alla drykkina sem ég keypti mér, en næstum tveimur glösum af tvöföldum vodka í magic var sullað niður. Fyrst féll fullt glas af borði meðan ég var að dansa, næst ætlaði ég að vera safe og lagði glasið á barborðið meðan ég dansaði en þá hafa barþjónar væntanlega tekið það. Ætli þetta hafi ekki bara verið fyrir bestu.

Var reyndar ekkert þunnur í gær, en ég er ennþá þreyttur.

dagbók
Athugasemdir

Einar Örn - 04/05/04 18:40 #

Eh, nei við náðum ekki að tala um fótbolta (þótt það hefði eflaust verið fyrsta umræðuefnið). Við heilsuðumst, sögðum tvö orð hver og svo dró einhver vinur þinn þig í burtu :-)

Matti Á. - 04/05/04 22:10 #

Ég hefði getað svarið að þetta hefði verið örlítið meira en það :-)