Örvitinn

Nördaöfund

Ég er svo mikill C++ nörd að ég dauðöfunda Jón Arnar sem fór á forritunarráðstefnu, hlýddi á C++ fyrirlestra meistaranna og hitti Stroustrup og Herb Schutter. En hvar var Scott Meyers?

Djöfull þarf ég að snúa upp á puttana á einhverjum í vinnunni til að komast á svona ráðstefnu.

forritun
Athugasemdir

jonarnar - 04/05/04 13:41 #

Auðvitað var Scott á svæðinu ;) Fór á tvo fyrirlestra með honum og þótti hann heelvíti góður. Hann er með svona Prins Valíant klippingu og svolítið kvenlega takta, ef menn skilja hvað ég á við... Svo voru auðvitað Andre Alexandrescu og Dan Saks og bara allir þarna á svæðinu (og ég !). Þetta var nefnilega mjög gagnleg ferð fyrir vinnuna og óhugnalega skemmtileg upplifun í þokkabót. Ég á alla fyrirlestrana á pdf formi ef það er áhugi fyrir því, bara send mér póst og fyrirspyrjast..

Matti Á. - 04/05/04 14:12 #

Ekki minnkar öfundin við það - Meyers er í miklum metum hjá mér.