Örvitinn

The Darkness

Mikið assgoti þykir mér diskur Darkness skemmtilegur. Var að reyna að boða út fagnaðarerindið í vinnunni við litlar undirtektir, mönnum þótti þetta asnalegt.

darkness.jpgÉg blæs á svoleiðis dóma, hver getur annað en brosað þegar hlustað er á frasa eins og "get your hands of my woman motherfucker" sungið í falsettu dauðans, "you're really growing on me" og svo að sjálfsögðu, "I believe in a thing called love". Þetta er bara eitthvað svo yndislega skemmtilega hallærislegt. Sá tónleikamyndaband með þeim um daginn, þeir sprengdu alveg skalann í lúðaskap, dásamlegt.

Greip eintak af þessum disk ásamt tveimur smáskífum með Damien Rice í síðustu utanferð, önnur smáskífan er á DVD með viðtali við kappann og æviágripi, áhugavert stöff. Diskarnir sem hafa bæst í safnið í síðustu vikum og eru stór hluti þess sem ég hlusta á þessa dagana eru þessi diskur með Darkness, Dear catastrophe waitress með Belle & Sebastian, Franz Ferdinand diskurinn og svo smáskífurnar með Damien Rice. Ég hlusta ekki orðið á neytt nýtt þessa dagana nema ég kaupi það sjálfur - frekar sorglegt!

tónlist
Athugasemdir

Pulla - 07/05/04 10:51 #

Loksins loksins einhver annar sem fílar Darkness! Ég hélt það myndi aldrei gerast.

Einar Örn - 07/05/04 21:00 #

Ok, einn plús fyrir að fíla The Darkness, sem eru auðvitað snillingar.

Hins vegar einn hræðilegan mínus fyrir að vita ekki hverjir Scissor Sisters eru. Þeir eru algjört æði. Ég trúi ekki að þú hafir verið á tónleikum með þeim en ekki fattað hverjir þeir eru.

Hneyksli!! :-)

Matti Á. - 08/05/04 01:20 #

Æi, við vorum ekkert að spá í upphitunarbandinu, sem eftirá séð er náttúrulega klaupaskapur, maður hefði getað sagt sér að eitthvað þokkalegt band myndi hita upp fyrir Duran Duran.

Auk þess hlustaði ég á bandið, fyrir utan eitt lag þegar ég fór fram og keypti drykki. Þau voru bara ekkert að henda fram nafninu fyrr en í lokin.

En reyndar hefði það ekki skipt neinu máli, ég kannaðist ekkert við nafnið :-)

Svona er þetta, maður lifir og lærir. Klúðra þessu ekki næst.