Örvitinn

Fótboltaframhjáhald

Hélt framhjá Henson í kvöld þegar ég spilaði æfingaleik með Hunangstunglinu gegn Afríku. Gylfi Steinn vinnufélagi minn bað mig og Kjartan sessunaut minn um að koma og spila með í kvöld þar sem þá vantaði menn vegna affalla. Við ákváðum að slá til, mig vantar alla hreyfingu sem býðst, er í hræðilegu formi þessar mundir.

Ég spilaði allan fyrri hálfleik og fyrstu tíu mínúturnar af seinni, spilað var tvisvar 45. Fannst það ágætt í kvöld, sérstaklega þar sem við (Henson) erum að fara að spila æfingaleik á Sunnudagskvöld. Gat svosem ekki rassgat í kvöld, setti eitt mark af stuttu færi eftir góðan undirbúning Kjartans. Leikurinn endaði 4-4.

Ég var búinn að heyra agalegar sögur af Afríku, þar færi gróft lið og leiðinlegt en ekkert bar á slíku í kvöld.

Spilaði í fyrsta sinn á Leiknisgervigrasinu eftir að það var endurnýjað. Hrikalega eru þessi nýju vellir góðir. Allt annað líf að spila á þessu.

boltinn