Örvitinn

Logandi jakki Ingibjargar Sólrúnar

Hvað hefur Ingibjörg Sólrún verið lengi í pólitík? Hversu oft hefur hún mætt í sjónvarpsviðtal?

Hvernig stendur á því að manneskja með þessa reynslu mætir í munstruðum jakka sem beinlíns logar á sjónvarpsskjánum? Ég átti erfitt með að horfa á hana í Ísland í dag í gærkvöldi, þar sem hún mætti Bjarna Ben, því jakkinn hennar var allur á iði.

George Bush gerði sömu mistök og mætti með munstað bindi um hálsinn þegar hann flutti sjónvarpsræðu um daginn, milljónir bandaríkjamanna hlustuðu ekki á orð sem hann sagði þar sem þeir voru uppteknir við að glápa á logandi bindið! Kannski var það með ráðum gert. #

Það sem á sér stað er að mynstrið í ljósskynjara sjónvarpsmyndavélarinnar skarast við mynstrið í flíkinni. Úr verður fyrirbæri sem kallast moire og virðist við minnstu hreyfingu loga á skjánum.

pólitík
Athugasemdir

Davíð - 12/05/04 22:30 #

kannast við þetta. Á skyrtu úr svipuðu efni. Glansar ef tekinn er mynd. Þú sérð "hvernig" ef þú skoðar myndirnar úr afmælinu þínu.... Skyrtan er í raun blá,hvít,rauð úr afar fínu koflóttu-moire munstri og glansar alls ekki...... Agalegt maður!

Matti Á. - 12/05/04 22:38 #

Einmitt, sést vel á þessari mynd

.

Davíð - 13/05/04 15:25 #

Einmitt!