Örvitinn

Pantera

Tók mig loks til í gær, fór með tvo klassíska Pantera diska í vinnuna og rippaði. Cowboys from hell og Vulgar Display of Power eru ekkert annað en snilldarverk - rosalega þétt graðhestarokk! Ég held ég sé ekkert að reyna að sannfæra vinnufélagana um ágæti þessara hljómsveitar - annað hvort hafa menn náð þessu eða ekki :-) Hef lítið hlustað á þetta undanfarið - hlusta fyrst og fremst á tónlist í vinnunni, en ég er ekki frá því að þessir tveir Pantera diskar séu eðal vinnudiskar, blokkera vel umhverfishljóð, hækka hjartsláttinn og stuðla að einbeitingu... eða kannski rugla ég bara :-)

Ég var lítið að fýla það sem Pantera gaf frá sér eftir Vulgar Display of Power, en sá diskur er vafalítið þeirra besta verk. Ótrúlegur kraftur. Pantera er á efri mörkum þess sem ég hlusta á í rokkinu. Þegar það verður þyngra eru menn farnir að rymja og mér sú tónlist. Ég hef pælt í því áður hvort ég sé geðklofi (hvað tónlist varðar og pæli í því enn.

Var að velta því fyrir mér í gær að þetta voru reiðir (reyktir) menn - System of a down og þetta lið sem nú ögrar yfirvöldum í textum sínum sækja vafalítið töluvert í smiðju þeirra Pantera liða.

Skelli inn lagi í kvöld - Mouth for war, það er klassískur andskoti.

Revenge
I'm screaming revenge again
Wrong
I've been wrong for far too long
Been constantly so frustrated
I've moved mountains with less
When I channel my hate to productive
I don't find it hard to impress
tónlist
Athugasemdir

Árni Þór - 14/05/04 15:24 #

This Love er snilldar lag...

"You keep this love, thing, child, toy
You keep this love, fist, scar, break
You keep this love."

alger snilld....

Matti Á. - 17/05/04 12:00 #

Úppáhaldstextabrot mitt úr þessu lagi hefur alltaf verið..

I'd kill myself for you, I'd kill you for myself --