Örvitinn

Elephant

Elephant eftir Gus Van Sant er ansi áhugaverð kvikmynd. Ekki er hægt að segja að það sé hefðbundinn söguþráður í myndinni heldur er hún einskonar lýsing eða aðdragandi atburðar.

Í stuttu máli sýnir myndin okkur líf ungmenna í framhaldsskóla í Bandaríkjunum og byggir á Columbine fjöldamorðunum, við vitum allan tímann hvað mun gerast í lokin.

Myndin flakkar fram og til baka í tíma og við sjáum sömu hversdagslegu atburðina frá sjónarhóli mismunandi einstakinga.

Veit ekki hvað skal segja meira um Elephant, mæli með henni - fín mynd sem situr í kollinum á manni eftir glápið.

kvikmyndir