Örvitinn

Love actually

Ég er ekkert rosalega ginkeyptur fyrir rómantískum gamanmyndum en var búinn að heyra vel látið af þessari þannig að ég kíkti á Love Actually í gærkvöldi. Gyða var búin að sjá hana í bíó en ég var nokkuð viss um að hún væri til í að kíkja á hana aftur. Það reyndist rétt.

Fín mynd, notar allar klisjurnar úr Bresku gamanmyndunum. Stilla fólki upp í vandræðalegum uppákomum og þessháttar. Ég meina, Hugh Grant er í henni og húmor hans er sú klisja í gegn.

Í myndinni er fólk semsagt að verða ástfangið út og suður, voðalega mikið rómans og gleði. Eftirá séð er ég samt á því að vandamálapersónur myndarinnar hafi verið áhugaverðastar. Yfirmaðurinn sem lætur freistast af kvendjöflinum, konan sem lætur geðsjúkan bróðir sinn hafa forgang og gaurinn sem er ástfanginn af eiginkonu besta vinarins. það er bara miklu meira kjöt í þessum frásögnum.

Skemmtilegasta par myndarinnar er þó klámmyndaparið - sérlega vel heppnuð uppsetning á samskiptum kynjanna.

Jújú, ég skrifa svosem eiginlega bara um myndir sem ég mæli með, þannig að ég mæli með þessari.

Tók hana á DVD, íslensk dreifing með gamaldags steríó og engu aukaefni.

kvikmyndir