Örvitinn

Hvað eigum við að gera í dag?

Ég hef ekki hugmynd um hvað við eigum að gera í dag. Gyða er í vinnunni, nóg að gera hjá henni þessa dagana. Ég verð að fara eitthvað með stelpurnar svo við verðum ekki galin. Mig skortir alveg hugmyndaflug. Var að spá í að skella mér í Sporthúsið en barnapössunin er lokuð á Sunnudögum.

Ef veðrið helst sæmilegt í dag held ég að við skellum okkur í göngutúr, kannski í Heiðmörk.

Nenni ekki í Fjölskyldugarðinn, það er bara of mikil fyrirhöfn með þessar pæjur :-)

Ætla að elda (hita upp) Gnocchi í hádeginu. Það er það eina sem er víst.

dagbók
Athugasemdir

Halldór E. - 16/05/04 19:37 #

Er ekki alltaf við hæfi að fara í guðsþjónustu á sunnudögum. :-) Það eru nokkrar léttmessur í kvöld sem fara má í.

Matti Á. - 16/05/04 19:53 #

Sunnudagskvöld eru alltaf fyrirfram plönuð þannig að ég segi pass við léttmessunni :-)

Það rættist úr deginum, Inga María og Kolla léku sér hjá vinkonu sinni í næsta húsi stærstan hluta dags. Ég sat heima, hékk á netinu hluta dags og gluggaði í fína bók. Alveg eins og ég vill hafa það.

Arnrún - 17/05/04 00:34 #

Grazie! Er búin að vera að reyna að finna góða uppskrift af Gnocchi lengi. Þessar tilbúnu eru bara ekki eins og þær heimagerðu. Hlakka til að prófa þessar.

Kveðjur.

Matti Á. - 17/05/04 10:33 #

Mín er ánægjan :-)

Það skal þó tekið fram að í gær eldaði ég ekki Gnocchi eftir þessum uppskriftum heldur úr pakka. Það var allt í lagi, ekkert meira en það :-)

Næst geri ég þetta sjálfur. Er með uppskrift í La Prima Vera bókinni, en ég ætlaði einmitt að fá mér Gnocchi þegar við fórum þangað í fyrra en þeir voru búnir að taka það af matseðlinum.

Ef mið er tekið af því hver gaman ég hef að því að elda pastarétti og nú nýlega risotto er mesta furða að ég hafi ekki prófa gnocchi fyrr.