Örvitinn

Lýðæði

Er þetta múgæsing? Í nafni lýðræðis. Lýðurinn frussandi reiður, óður lýður, útaf þessu hrikalega óréttlæti sem hann er beittur - en samt ekki. Af hverju þessi mikla reiði núna, tengist það eitthvað þeim áhrifum sem sá sem nýðst er á hefur í þjóðfélaginu? Sérstaklega skrítið þar sem allir virðast nokkuð sammála kjarna málsins.

Ungpólitíkur hlaupa út um allt með tunguna lafandi - skoppa af veggjum enda eru þeir með bundið fyrir augun. Reyndar eru sumir fastir undir hæl en það er önnur saga. Geldingar syngja sérlega vel, held samt að tóninn sem nú heyrist sé örvæntingarvæl úr öllum áttum. Af hverju hlustar enginn á okkur?

Auðvitað er verið að spila með fólk, hvar sem það stendur.

Ég horfi á þetta gapandi og velti fyrir mér hvort lýðræði sé virkilega jafn góð hugmynd og allir vilja láta. Hvernig væri að láta mig bara sjá um að stjórna þessu. Hendið í mig milljón á mánuði og prókúru á ríkissjóð. Sendið mér svo bara tölvupóst ef þið þurfið að kvarta, /dev/null/ afkastar miklu.

Fékk Moggann í morgun, fæ hann ókeypis næstu 30 daga til prufu. Ég held ég segi pass enn og aftur. Ágætt meðan varir. Mogginn er orðinn álíka spennandi og Silfur Egils - eða er Silfur Egils orðið álíka spennandi og mogginn? Egill er reyndar með ódýrari útúrsnúninga, mogginn þegir betur.

Talandi um væl, djöfull geta menn alltaf vælt yfir kjörum námsmanna. Þeir hafa það svo hrikalega slæmt að þeir þurfa jafnvel að éta núðlusúpur af og til, taka strætó! Ó grimma veröld.

Mótmælum öll, mælum á móti þessari kúgun, þessu óréttlæti, þessu svínaríi. Mótmælum þar til við komumst að því hverju við erum að væla undan. Er þetta hluti af lífsgæðakapphlaupi sumra? Felast lífsgæði þeirra í því að upphefja sjáflan sig með því að hrópa hærra en aðrir og líta niður á smáborgara.

Er ég að upphefja sinnuleysi þar sem ég sit og bíð eftir buildi.

pólitík