Örvitinn

Ostaveisla

Í gærkvöldi drógum við fram feté pönnuna sem við fengum í jólagjöf og notuðum í fyrsta skipti. Prófuðum þetta í matarboði hjá Heiðu og Walter í síðasta mánuði. Ég keypti nokkra osta í gær og svo borðuðum við pylsur, beikon, pepperoni, sveppi, papriku, rauðlauk og sætar kartöflur sem ég skar í þunnar skífur. Allt þetta steiktum við á grillinu og bræddum ostana í litlum pönnum. Drukkum með þessu úrvals rauðvín og höfðum það gott. Stelpurnar borðuðu nokkuð vel.

Helsti kostur þessa matar er að það tekur langan tíma að borða þetta. Borðhaldið verður í lengra lagi og allir njóta samverunnar. Þetta er ansi saðsamt og alls ekki megrunarfæði.

matur