Fótboltaslúður - Gerrard til Chelsea
Samkvæmt koptalk verður Steven Gerrard seldur til Chelsea fyrir 40 milljónir punda. Koptalk er reyndar ekki áræðanlegasti miðill í heimi en þeir fullyrða að það séu góðar heimildir fyrir þessu.
Er ekki allt í lagi - djöfulsins rugl er þetta. Ég efast um að ég myndi höndla það ef Gerrard yrði seldur :-(
Ef þetta gerist hætti ég að horfa á fótbolta! - A.m.k. í smá tíma.
Ég þoli ekki þetta slúðurtímabil.