Örvitinn

Meira netþras

Ég held ég sé eitthvað þroskaheftur*.

Afafhelgun - rökrætt um trúmál á annál Séra Skúla. Ég setti fram smá reykingarsamlíkingu, nefndi að mér þætti álíka gáfulegt að taka trú á þrítugsaldri og að byrja að reykja á þeim aldri. Samlíkingin vakti ekki lukku! Þessu örlítið tengt: Örvitinn: Reykingar og trú

Gyðingar og Þjóðverjar - gerði tilraun til að ræða um þetta efni á heimasíðu Þorkels en það fór út um þúfur. Mig skortir víst húmor :-|

* Nú væri klassískt að saka mig um fordóma, það myndi passa vel í fyrri umræðuna.

efahyggja
Athugasemdir

Skúli - 02/06/04 15:05 #

"Even if you win, you're still retarded."

Fordómar. Fordómar. :O

...Þú vannst ekki neitt. ;)

"Samlíkingin snýst um ákveðna hluti, aðra ekki. Reykingar eru vondar, heilsuspillandi óþverri sem ætti að mínu mati að banna. Trú getur líka verið óþverri og margt af því sem gert er í nafni trúar á að banna."

Það er einmitt þetta sem gerir samlíkinguna svo fráleita. Hún snýst um "ákveðna hluti" aðra ekki. Hún snýst um það að fólk byrjar gjarnan að reykja áður en það kemst til vits og ára og - gott og vel - barnatrúin situr í mörgum langt fram eftir aldri. Svo hafa mörg ódæðin verið unnið í nafni trúarinnar og fólk deyr af völdum reykinga.

En gera reykingar nokkurt gagn? Trúin og kirkjulegt starf gera gríðarlegt gagn og t.a.m. í íslensku samhengi er vandi að benda á ofstæki sem nokkru nemur - hvað þá að fólk hafi hlotið skaða á líkama og sálu af trú sinni.

Konan sem "afafhelgaðist" er auk þess dæmi um manneskju sem skyndilega upplifir tilveruna með dýpri og ríkulegri hætti en hún gerði er hún var á kafi í sínu sænska hversdagsstressi. Og frá afhelguðu sjónarhorni ættu menn bara að setja punkt og basta þar á eftir. Hún græðir á þessu - þveröfugt við það sem væri ef hún hefði byrjað að reykja.

Svona samlíkingar um "ákveðna hluti" geta verið afar varasamar.

Matti Á. - 02/06/04 15:08 #

..Þú vannst ekki neitt. ;)
Vissulega - vissulega :-) En jafnvel þó...
Hún græðir á þessu - þveröfugt við það sem væri ef hún hefði byrjað að reykja.
Þarna væri hægt að halda áfram með samlíkinguna, t.d. aukinn félagsskap í kringum reykingarpásur og svo framvegi, en við skulum láta þetta gott heita ;-)

Birgir Baldursson - 02/06/04 16:49 #

En gera reykingar nokkurt gagn?

Þær gefa endingarlítið augnablikskikk, rétt eins og ástundun trúar ;)

Skúli - 02/06/04 23:12 #

buh, trúin gefur lífi mannsins tilgang. Ekkert augnarblikskikk... ;)