Örvitinn

Slappur Andrés í Kringlunni

Kíktum í Kringluna með stelpurnar í dag til að sjá Andrés Önd. Áttum von á einhverju showi þar sem þetta hefur verið töluvert auglýst en þetta var afskaplega ómerkilegt.

Í fyrsta lagi mætti Andrés á svæðið fimmtán mínútum eftir auglýstan tíma. Þegar hann mætti gerði fígúran nákvæmlega ekki neitt. Krakkarnir fóru í langa röð og fengu svo að fara upp á svið og knúsa fígúruna. Andrés sagði ekki orð, söng ekkert en dillaði sér ölrítið og sýndi fólki fingurinn (þumalfingurinn).

Á svæðinu voru einnig einhverjar fígúrur að dreifa Andrésar blöðum og sælgæti. Nenntu þó ekki að rölta um svæðið og gefa t.d. þeim sem stóðu í röð. Voru að lokum hætt að nenna að rétta fólki blöðin og létu alla þess í stað sækja góssið í kerru.

Kolla kíkti á Andrés og fékk smá knús en Inga María gugnaði á síðustu stundu. Ég klúðraði myndatökunni, náði mynd af knúsinu en missti af öðrum skotum meðan ég beið eftir að flassið væri tilbúið. Hefði átt að sleppa flassinu og nota hærra iso.

Við drifum okkur úr Kringlunni, enda er hún ekki í uppáhaldi hjá okkur, og kíktum í bæinn til að kaupa bók um Ítalíu eða Toskana. Úrvalið í Mál og menning á Laugavegi var slappt, fann ekkert þar en í Eymundsson niðri í bæ fundum við fína bók um Toskana hérað, 12 dagar þar vil við förum út og kominn tími á að kynna sér svæðið.. Kíktum á kaffihús og brunuðum svo heim áður en leikurinn byrjaði í sjónvarpinu.

dagbók
Athugasemdir

Pétur Björgvin - 21/06/04 16:03 #

Sammála, þetta var meira en slappt! Fór með börnin og fór aftur burtu, reyndar eftir að hafa verslað aðeins í Bónus, það var svona til þess að gera eitthvað!