Óttar þrítugur
Óttar, maðurinn hennar Jónu Dóru, hélt upp á þrítugsafmælið sitt í kvöld. Boðið var í húsnæði foreldra minna, íbúð Jónu Dóru og Óttars rúmar ekki mjög marga.
Diddi sá um grillið í kvöld, mamma og Jóna Dóra stóðu í ströngu í dag við að undirbúa. Afskaplega góður matur, grillpinnar með kjúkling annars vegar og nautakjöti og grænmeti hinsvegar. Mamma hans Óttars sá um desertinn sem var sérlega gómsætur..
Þetta var fjölskylduboð, stelpurnar komu með og skemmtu sér vel. Sérstaklega Kolla sem lék sér mjög vel við frænku hans Óttars sem eru einu ári eldri en Kolla. Ég laumaðist inn í herbergi af og til og tékkaði á stöðunni í leiknum en glápti ekkert á hann af ráði. Drakk þrjá eða fjóra Beck's Gold, fínn bjór. Fórum heim rúmlega tíu, Inga María sofnaði í bílnum.
Ég tók nokkrar myndir, en ekki hvað. Hér er meira að segja ein af mér sem Gyða tók.