Örvitinn

Snillingur með klippurnar

Sló garðinn í dag, ekki beinlínis frásögum færandi en það hefur ekki stoppað mig í því að blogga um það hingað til.

Í dag sótti ég trjáklippurnar og klipppti smátré sem hafa vaxið í kringum tréð í garðinum, eftir að ég var hálfnaður að slá blettinn. Þetta gekk ágætlega. Að því loknu ætlaði ég að halda áfram að slá blettinn en þá virkaði sláttuvélin ekki. Ég bað Gyðu um að tékka á því hvort rafmagnssnúran hefði dottið úr sambandi en það var ekki málið. Skoðaði þá snúruna betur og sá að ég hafði klippt hana næstum því í sundur. Sló náttúrulega út rafmagninu í húsinu.

Það er náttúrulega ekkert nema snilld að passa sig ekki betur en þetta þegar maður mundar klippurnar, þakka bara fyrir að ég fékk ekki straum.

Gat ekki slegið meira og dundaði mér þá við að klippa trjá greinar í staðin, óskaplegur dugnaður.

dagbók