Örvitinn

Henson - FC Ótti

Orri og Maggi mættir til leiksHenson 0 - 0 FC Ótti

Spilað í sól og blíðu á gervigrasinu í Laugardal klukkan hálf sjö í kvöld. Fín mæting hjá Henson, fimmtán á leikskýrslu, þar með talið Orri Einars í heimsókn frá Akureyri og Magnús Halldórs mættur frá Danmörku. það var því nóg af miðjumönnum og úr vöndu að ráða þegar liði var stillt upp.

Það gekk reyndar illa að hefja þennan leik þar sem enginn dómar var mættur á tilsettum tíma. Ég hringdi í forsvarsmenn utandeildar og öðrum dómara var reddað, leikurinn hófst um hálftíma seinna en ráðgert var. Afskaplega bagalegt en heyrir sem betur fer til undantekningar í utandeildinni.

Við spiluðum æfingaleik við FC Ótta í vor og töpuðum þá stórt, 5-1. Reyndar vorum við með ansi fáskipað lið í það skiptið, ég var t.d. í útlöndum.

Leikurinn í kvöld var þokkalegur, liðin sóttu á báða bóga. FC Ótti átti örlítið hættulegri færi í fyrra hálfleik en samt ekkert til að tala um. Í seinni hálfleik var Henson aftur á móti mun sterkara liðið og sótti töluvert meira. Áttum meðal annars skalla í þverslá, skot yfir af fimm metra færi, kiks af tveggja metra færi og skoruðum svo mark sem dæmt var af. Sá dómur var frekar vafasamur að mínu hógværa mati. Einnig var frekar vafasamt að dæma ekki víti þegar Orra var hrint inni í teig, vissulega stóð Orri ekkert alltof stíft í lappirnar en þetta var brot.

FC Ótti átti líka sín færi í seinni hálfleik og Axel bjargaði meðal annars einu sinni af línu. það hefði samt verið afskaplega ósanngjarnt ef þeir hefðu stolið öllum þremur stigunum í kvöld.

Hörður átti góð tilþrif í markinu, flestir voru svo að spila nokkuð vel. Gott að fá Magga aftur inn í þetta, hann er traustur á miðjunni. Helsta vandamál okkar er hversu illa við erum að nýta færin, hefðu átt að skora tvö í kvöld.

Ég spilaði ekki neitt, hélt ég væri orðinn góður í kálfanum en var svo helvíti slæmur eftir göngutúr úr vinnunni á föstudag, ljóst að þetta er verra en ég hélt. Fæ núna mánuð til að jafna mig, verð vonandi þokkalegur þegar ég kem til baka.

utandeildin