Örvitinn

DxO Optics Pro, ljósmyndagaldur

Sótti demó útgáfu af Dxo Optic Pro um daginn og var að prófa í kvöld áður en prufutíminn rennur út. Setti þetta upp sér síðu þar sem ég nota javascript, sem ég stal, til að hægt sé að skoða muninn á myndunum með því að færa bendilinn yfir myndina.

Þetta forrit leiðréttir skekkjur í myndum útfrá tegund myndavélar og linsu. Forritið les Exif upplýsingar og lagar svo skekkju og fleira útfrá stillingum myndavélarinnar þegar myndin var tekin. Þetta er ansi flott og myndir virðast vera teknar með mun betri linsu eftir lagfæringuna.

Hér er testið mitt.

myndir
Athugasemdir

Már - 23/06/04 03:41 #

Þetta er megatöff. Ég sé líka fyrir mér hvernig má nýta svona forvinnslu til að búa til næstum alsjálfvirkt panorama-stitching forrit.

Hrafnkell vinur minn var á sínum tíma að stúdera dáldið merkafræðina í kringum svona sjálvirk panorama stitching. Hann á ábyggilega slatta af vísunum á spennandi vefslóðir um það efni.

Tyrkinn - 23/06/04 17:20 #

Kúl forrit, tyrkinn verður að tékka betur á þessu. Flott að fá svona samanburðarmynd líka, til að auðveldast verði að sjá muninn er kannski auðveldara að standa á jörðu og taka mynd á mestu víðlinsu stilingu (18mm?) og taka mynd af háu húsi upp á við. Gott að hafa nóg af beinum línum sem ættu að réttast.

Tyrkinn

Matti Á. - 23/06/04 18:57 #

Ég er búinn að fjárfesta í þessum hugbúnaði og kem með flæri sýnidæmi bráðlega.