Örvitinn

Styttist í brottför

Förum í loftið klukkan fimm í fyrramálið. Stelpurnar eru komnar í rúmið, fá að sofa til þrjú.

Ég var í vinnunni til tvö , fórum svo að redda hinu og þessu. Versla það sem vantaði, kaupa gjaldeyri, fara með stelpurnar í klippingu, sækja buxur í styttingu og svo skaust ég með bílinn í skoðun. Fékk endurskoðun :-(

Samdi við Þórð bróður um að hann sækji bílinn á Leifstöð og skutlist með hann aftur þegar við komum heim. Frekar dýrt að geyma bílinn í þrjár vikur á stæðinu hjá Securitas. Þarf núna að semja við hann um að skutlast með bílinn í viðgerð, á pantaðan tíma hjá Bílheimum 7. júlí, og svo í endurskoðun. Hringi í hann á eftir en annars stendur þetta skrifað hér! :-)

Erum ekki alveg búin að pakka, klárum það á eftir þegar leikirnir eru búnir. Förum með ansi mikið af farangri enda fimm að fara í þrjár vikur.

Það hefur svosem aldrei komið mjög skýrt fram hér, en við erum að fara til Toskana í þrjár vikur. Fljúgum til Forlí í fyrramálið og tökum bílaleigubíl. Ökum fjallavegi í átt að Flórens, ökum reyndar aðeins lengra því við gistum í tvær nætur á Goya hótelinu í Montecatini Terme. Á laugardag förum við svo í sumarhús með tengdarforeldrum mínum og mági, kærustunni hans og syni hennar. Þar verðum við í viku, förum svo í annað sumarhús þar sem við verðum í viku. Síðustu fimm dagana verðum við svo á Rimini.

Ég tek með mér ferðavél út, aðallega til að geta tekið helling af ljósmyndum. Efast um að við verðum mikið nettengd en kannski villist maður inn á netkaffihús af og til.

dagbók
Athugasemdir

Sirry - 24/06/04 00:06 #

Góða ferð og góða skemmtun, djöfull á eftir að vera gaman hjá ykkur sól, sandur, bjór, flottar stelpur og fótbolti er hægt að fara fram á meira í lífinu ??

Hafið það sem allra allra best sólarkveðja Sirrý

Binni - 26/06/04 23:18 #

Ansans ári ... hvað eigum við að gera á annall.is á meðan? ;-)

Ég treysti því að þú hafir kosið áður en þú fórst.