Örvitinn

Skroppið til Volterra

Lögðum af stað til Volterra um ellefu, ókum í hálftíma eftir kræklóttum vegum sem gerði það að verkum að allar stelpur voru orðnar frekar bílveikar. Kolla fór í bíl með ömmu sinni og afa en Áróra Ósk og Inga María voru með okkur. Inga María var farin að kvarta í þessari ferð og var vafalaust bílveik. Þegar komið var til Volterra lögðum við bílnum og röltum upp langar tröppur í átt að miðbænum. Miðbær Volterra er svosem eins og allir hinir, þarna er þó stór garður, fangelsi og fornminjar sem við skoðuðum ekkert sérstaklega.

il PorcellinoBorðuðum hádegismat á il Porcellino, stað sem bókin góða mælir með þó tekið sé fram að þjónustan sé gruff. Okkur þótti þjónustan góð. Ég fékk mér blandaðan forrétt, allskonar kjöt og brauð með ýmsu áleggi. Í fyrri rétt fékk ég mér breitt tagliatelle með kjötsósu, þetta tagliatelle er meira í ætt við lasagna plötur en spagettí, kjötsósan var ágæt en ekki mjög spennandi. Í aðalrétt fékk ég mér villisvín og spínat.

inni í kirkjuEftir mat röltum við aðeins um svæðið, skoðum Kirkjur og gömul hús, en ekki hvað. Ég og Áróra Ósk fundum internetkaffi og slökuðum á meðan restin af hópnum þræddi búðirnar og Kolla og Inga María fengu að velja sér glingur í boði ömmu og afa.

Þegar við ókum af stað úr Volterra mættu okkur verðir vopnaðir vélbyssum á hverju horni. Við höllumst að því að fangi hafi sloppið úr fangelsinu en ýmsar aðrar skýringar gætu verið á viðveru þeirra, fangelsistengingin er þó líklegust. Inga María og Áróra fóru heim með ömmu sinni og afa en Kolla með okkur. Hún var fljótt farin að kvarta undan slappleika, enda vegir kræklóttir og hæðóttir. Okkur fannst hún þó fullfljót til í þetta skiptið og veltum því fyrir okkur hvort hún væri farin að læra inn á okkur. Ég nýtti stoppið og pissaði í þurran jarðveg og tók myndir af dæmigerðri hæð í Toskana.

dæmigert toskana

Þegar við komum til baka skellti Gyða sér í laugina með stelpurnar þó klukkan væri orðin rúmlega sex, þær höfðu gott af því að busla aðeins.

Í kvöldmat borðuðum við pizzur og hrísgrjónarétti sem Ásmundur og Gunna keyptu á bakleiðinni og brauð. Spiluðum Liverpool spilið um kvöldið þó hitinn væri gjörsamlega að kæfa okkur. Hitinn var slíkur að ég fékk mér ís þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, en eins og ljóst er brýt ég ekki svona yfirlýsingar nema mikið liggi við (yeah right). Ákveðið var að við hjónin myndum fara tvö ein til Siena næsta dag en Ásmundur og Gunna myndu fara með Áróru á hestanámskeið í Mura.

Myndir

Toskana 2004 prívat