Örvitinn

Sundlaug og kvöldverður

Inga María vaknaði klukkan sjö og ekki var nokkur leið að fá hana til að sofa lengur, það varð úr að Gyða fór með hana fram. Ég vaknaði um hálf tíu og þá fór Gyða aftur inn að leggja sig. Við höfum ekki sofið sérlega vel í þessu húsi fyrir utan fyrstu nóttina, hér er alltof heitt.

Kolla stekkur út í laug, Inga María grípur hana!Áróra stekkur út í laug Þetta var síðasti heili dagurinn okkar í il Lebbio.

Ásmundur og Gunna fóru að rúnta en við hin eyddum deginum við laugina, afskaplega þægilegur síðasti dagur, ég las helling og slakaði óskaplega vel á við laugarbakkann. Skellti mér útí stöku sinnum til að sinna stelpunum, sem Áróra sá annars um að mestu þennan daginn.

Inga María sefur í fangi mömmu sinnar

Eftir sund pökkuðum við, Gyða sá reyndar um það að mestu leyti, ég gerði eitthvað en hafði líka ofan af fyrir stelpunum.

Um kvöldið fórum við svo út að borða á veitingastað skammt frá il Lebbio. Afar skemmtilegur staður þar sem við sátum úti og stelpurnar gátu leikið sér. sátum úti í kvöldsólinni Maturinn var afar góður, pöntuðum þrírétta máltíð og fengum meðal annars mjög gott risotto með saffran, piki með saltfisk og tómatsósu. Í aðalrétt fékk ég svínakjöt með trufflusveppum, það var gott en ég varð samt fyrir vonbrigðum, hef aldrei fengið svona rosalega mikið af trufflusvepp áður og átti von á einhverju ennþá betra miðað við hvað mér finnst hann góður í allskonar pastasósum.

Spiluðum að sjálfsögðu Liverpool spilið þegar heim var komið.

Myndir

Toskana 2004 prívat