Örvitinn

Djöfull er ég þreyttur

Það er hörkupúl að fara í sumarfrí, ég verð lengi að jafna mig á þessu.

Það er skrítið að vera kominn heim. Húsið hefur aldrei litið betur út, mamma og Jóna Dóra (og fleiri) mættu á svæðið og tóku allt í gegn. Ég þori varla að ganga um, þær tóku meira að segja búrið í gegn - þetta er ótrúlegt.

Er að henda inn myndum, var búinn að taka saman myndir frá Písa og Lucca. Það mun eflaust taka mig einhverjar vikur að henda inn myndum úr öllu fríinu, gestir og gangandi fá alvöru myndasýningu!

Ætla að skella mér í fótbolta í kvöld þó ég hafi farið á fætur klukkan hálf fimm að íslenskum tíma. Ég þori ekki að stíga á vigtina fyrr en á morgun.

00:10
Var að koma af æfingu, helvíti er gaman að spila á Leiknisvellinum. Gervigrasið þar er magnað og maður finnur ekki fyrir eymslum í skrokknum eins og eftir að spila á steypunni í Laugardal.

Þess má einnig geta að ég fór á fætur klukkan hálf fimm í morgun (núna gærmorgun) að íslenskum tíma en get ekki sofnað eins og er, þarf að ná mér niður eftir boltann.

dagbók