Örvitinn

Ryk á myndavélaskynjara

Er kominn með ryk á skynjarann í myndavélinni, þetta er eitt af því sem óhjákvæmilega fylgir því að vera með stafræna SLR myndavél. Hef fundið fullt af leiðbeiningum á netinu um það hvernig maður á að þrífa skynjarann en fór með vélina í Fótoval og bað þá um að gera þetta fyrir mig, vonandi verður það ekki of dýrt. Fæ vélina aftur á morgun.

Þegar ég eignast fleiri linsur er ljóst að ég mun lenda oftar í þessu og því ekkert vit í öðru en að geta bjargað sér sjálfur. Þetta er samt eitthvað sem þarf að fara varlega í, lítið mál að skemma svona viðkvæma hluti ef maður fer vitlaust að.

Hvað um það, hér eru nokkrar greinar um það hvernig hreinsa á ryk af myndavélaskynjara.

Luminous landscape: Sensor Cleaning
Ultimate SLR: Cleaning the Images Sensor
Thom Hogan: Cleaning CCDs
pbase: CCD / CMOS Cleaning Photo Gallery

græjur