Örvitinn

Okurverð á erlendum tímaritum

Ég kom við í bókabúðinni í Mjódd eftir að hafa keypt skyr í Nettó. Lít þar inn endrum og eins til að glugga í ljósmyndatímarit.

Fletti nýjasta hefti tímaritsins What digital Camera, grein þar sem Canon Digital Rebel og Nikon D70 eru bornar saman vakti athygli mína.

En jafn mikla athygli vakti verðið því á forsíðu blaðsins stendur stórum stöfum still only £3.99. Á litlum límmiða á blaðinu var útsöluverðið í íslenskum krónum og aurum. 1510.- kr Sölugengi pundsins er um 131.- kr í dag og því er verðið í Bretlandi rétt rúmar 520.- kr. Hvernig í ósköpunum verður fimm hundruð króna tímarit um stafrænar myndavélar að fimmtán hundruð króna lúxusvarningi á Íslandi? Eru ofurtollar á þessu?

Ég hefði líklega keypt blaðið á sex hundruð kall en það er ekki séns að ég eyði fimmtán hundruð krónum í tímarit.

kvabb