Örvitinn

Mátturinn þverr og bensínið hækkar

Í morgun lenti ég á rauðu ljósi á leiðinni úr ræktinni, máttur minn fer þverrandi.

Setti svo bensín á bílinn fyrir 5.318.- kr, 48.769 lítrar fóru í tankinn. Ég hélt ekki að þetta met yrði slegið svona fljótt. 109 krónur fyrir líter af bensíni, ég gæti grátið.

Heimur versnandi fer.

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 10/08/04 10:10 #

Það er ekki máttur þinn sem fer þverrandi þar sem þú hefur engan mátt en ég held að Guð sé bara búin að gefast upp á þér. Hann er að sína þér hinar ýmsu kúnstir og þú bara heldur að það sé allt þér að þakka ;C)

Mikið er bensín dýrt ég mæli nú með að þú notir ferðir til Hafnarfjarðar til bensínkaupa þar sem bensínið kostar bara 99 kr líterin.

Matti Á. - 10/08/04 11:00 #

Hann væri undarlegur fýr þessi Gvuð þinn, nei - ég trúi frekar á sjálfan mig ;-)

Hvar fær maður bensín á 99 kr í Hafnafirði, það er farið að muna fimm hundruð krónum ef maður fyllir tankinn, það munar um það. Er ekki svipað verð í vesturbæ Kópavogs, ég held það sé að verða tímabært að gerast virkur neytandi á þessu sviði og bera sig eftir besta verðinu.

Sirry - 10/08/04 11:47 #

Held að orkan við höfnina og atlandsolía séu með þessi verð kannski kostar það 100 kr en ekki mikið meira

Stebbi - 10/08/04 11:49 #

Bensínið er strax orðið ódýrara þegar þú ferð yfir bæjamörkin yfir í Kópavog. Það er t.d. stutt fyrir þig í Esso-stöðina í Stórahjalla eða Orku-stöðina efst í Smiðjuhverfinu. Til að komast í Atlantsolíu þarftu að fara í gegnum allann Kópavoginn, en það gæti verið þess virði.

Annars slæ ég þér við með þessar 109 krónur þínar. Ég þurfti að borga 111 krónur fyrir bensínlítran í Skagafirði fyrir rúmri viku. Svo var ég um daginn að ræða bensínverð við Bandaríkjamenn sem barma sér mikið yfir því að bensínið hefur hækkað svo mikið hjá þeim, þótt það sé bara ca. þriðjungur af okkar verði. Punkturinn er að þú hefðir kannski átt að vera að kvarta fyrir ári síðan ekki síður en nú.