Örvitinn

Blóð og rauðir tómatar

Fór og gaf blóð í hádeginu, fékk símtal í morgun frá blóðbankanum og ákvað að skjótast. Hef ekki verið neitt sérlega duglegur að fara, þetta var tíunda skiptið. Mér finnst samt eins og ég hafi farið oftar. Blóðþrýstingur var 134/59, held það sé ágætt.

Hitti Gyðu og við kíktum á Rosso pomodoro. Það var ágætt, ég fékk mér penne með tómat, capers og basiliku, Gyða fékk sér hálfmána. Pastað var hræódýrt, 800 kall, hálfmáninn kostaði þrettán hundruð.

Það er ekkert risotto á matseðlinum hjá þeim. Ég veit reyndar ekki um neinn stað nema Gallileó sem er með risotto. Hvað er málið?

matur veitingahús
Athugasemdir

Björn Friðgeir - 11/08/04 12:24 #

Betra að hafa ekki risotto en hafa lélegt risotto, sem mig grunar að yrði raunin hjá flestum stöðum hérlendis sem myndu reyna það.

Matti Á. - 12/08/04 18:59 #

Eflaust töluvert til í því, það er frekar einfalt að gera gott risotto en það samt er það töluverð vinna og kannski tíma menn ekki að láta kokk eða kokkanema standa yfir potti í 20 mínútur til að útbúa máltíð fyrir einn.