Örvitinn

Viðkvæm sumarbæn

Prestar lifa vernduðu lífi, starf þeirra gengur út á að boða bábiljur og í messum tala þeir, söfnuðurinn hlustar og þegir.

Það er því oft áhugavert að fylgjast með sumum prestum á netheimum, flestir verða þeir alveg gapandi hissa þegar einhverjum dettur í hug að gagnrýna það sem þeir setja fram. Margir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, "uh, hvað er í gangi, af hverju er þessi einstaklingur að andmæla mér, af hverju er hann vondur við mig?". Sérstaklega má ekki gagnrýna bænir og prédikanir. Nei, bænir og prédikanir eru yfir gagnrýni hafin enda flutt fyrir framan þegjandi steinrunninn söfnuðinn.

Þessir blessuðu stríðsmenns Gvuðs eru nefnilega margir hverjir rolur.

Hvað um það, hér er færslan og athugasemdin sem Gvuðsmaðurinn eyddi út til að vernda saklausar sálir var svona:

Þökk fyrir allt hið smáa sem gerir okkur heimakær í þinni sköpun.
Hvað með allt þetta? Fær karlinn ekki ávítur fyrir það? ;-)

Ég veit ekki, mér þykir þetta ósköp saklaust og sanngjarnt innlegg miðað við efni bænarinnar. Ætli Gvuðsmanninum hafi ekki fundist ég vera að saurga bænina eða eitthvað álíka!

Ég hafði vissan skilning á því síðast þegar ég var ritskoðaður á annálum, þá var færslan um fjölskyldu ritara en þetta er alveg út úr korti.

Forsíða annáls er ekki uppfærð um leið og stakar færslur þannig að þó að búið sé að eyða athugasemdinni af færslunni sést hún áfram í einhvern tíma á forsíðunni. athugasemd við sumarbæn

kristni
Athugasemdir

Árni Svanur - 12/08/04 16:03 #

Ekki þessa viðkvæmni Matti minn. Það stóð aldrei til að leyfa ummæli við færsluna (ég hugðist semsagt hafa lokað fyrir athugasemdir á nýrri færslu). Ég tók eftir því að ég hafði gleymt að loka fyrir ummælin þegar þú sendir inn þín ummæli og lokaði þá fyrir þau sem hefur það í för með sér að ummæli þín birtast ekki.

Matti Á. - 12/08/04 16:06 #

Viðkvæmni? Já kannski, það er aldrei gaman að vera strokaður út :-)

Hér er ég einfaldlega að benda á það sem gerðist og nýta tækifærið til að koma athugasemdinni á framfæri. Skotin á gvuðsmenn eru hefðbundinn formáli.

skúli - 13/08/04 08:39 #

Það er því oft áhugavert að fylgjast með sumum prestum á netheimum, flestir verða þeir alveg gapandi hissa þegar einhverjum dettur í hug að gagnrýna það sem þeir setja fram. Margir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, "uh, hvað er í gangi, af hverju er þessi einstaklingur að andmæla mér, af hverju er hann vondur við mig?".
Eftir allar langlokurnar sem við prestar,guðfræðingar og trúmenn(og er ASD þar síst undanskilinn) höfum framleitt í samræðum við ykkur þykir mér nú harla kyndugt að segja svona nokkuð.

Matti Á. - 13/08/04 09:56 #

"fylgjast með sumum prestum" ... "flestir verða þeir" ... "Margir vita ekki"

Þó trúaðir annálaritarar séu komnir í ágæta þjálfun á þetta ennþá við. Gott dæmi er þegar Séra Örn Bárður hóf innreið sína í bloggheima nýlega. Ég las yfir langan þráð þar sem hann þrætti við vantrúaða og frammistaða hans var alveg mögnuð, minnti mig mikið á fyrstu viðbrögð margra annálaritara í den. Eintómir útúrsnúningar, stælar og brandarar.

Og lítum svo ekki framhjá því að Árni eyddi athugasemd minni, hvort sem það var fyrir vangá eða ekki. Mér þykir sanngjarnt að skoða viðbrögð mín í því ljósi.

skúli - 13/08/04 19:29 #

Já, ég sé þessa fyrirvara þína - mér þykir h.v. ÁSD ekki eiga heima í þessum flokki því hann hefur nú háð marga rimmuna við ykkur í gegnum tíðina.

Já, það er alltaf fúlt að láta eyða athugasemd en í staðinn höfum við fengið snotra umræðu um eðli og takmörk samræðna. :)

Matti Á. - 13/08/04 20:52 #

Árni Svanur er nú að setja nýtt met í útúrsnúningum á annálnum hans Halldórs þar sem hann þrætir fyrir að hafa eytt athugasemdinni, hann gerði hana bara ósýnilega sem er allt annar hlutur :-O

Að eyða einhverju verður seint jafngilt því að gera það ósýnilegt, þótt birtingarform hvors tveggja gagnvart þeim sem heimsækir síðuna kunni að vera sambærilegt.
Ég er alveg gáttaður á þessu rugli. Þorkell Bahai er svo mættur á svæðið, þar með er þetta komið út í vitleysu.

Þorkell - 13/08/04 21:07 #

Þakka þér fyrir falleg orð í minn garð Matti. Það er svo gaman að sjá svona þroskuð ummæli. Segðu mér annars hvers vegna skáletrar þú bahá'íi? Líklega af virðingu og þakka ég það heilshugar.

Matti Á. - 13/08/04 22:54 #

Fyrirgefðu Þorkell, en innkoma þín í umræðuna markaði einfaldlega endalok hennar enda gastu ekki setið á þér og gerðir mér upp skoðanir eins og oft áður.

Skáletrunin hafði engan æðri tilgang, þú mátt lesa úr henni það sem þú villt.

Matti Á. - 13/08/04 23:16 #

Í athugasemd sem Halldór eyddi sagði Þorkell a.m.k. þetta.

Þorkell: Láttu ekki svona Matti. Í stað þess að tala um Guð segirðu "karlinn" (sem er frekar niðrandi) og talar um "ávítur". Þá eru ummælin knöpp og þeim augljóslega ætlað að vera beinskeytt. Hvergi er að finna vingja...
Því miður sé ég ekki meira á forsíðu annálsins.

Merkilegt hvernig menn geta leikið sér að því að túlka hlutina á versta veg þegar þeim hentar :-)

Halldór E. - 14/08/04 00:05 #

Ég tel rétt að fram komi að ég eyddi athugasemd Þorkels og ritskoðaði aðra, nákvæmlega vegna þess sem Matti orðar hér ofar:

...innkoma þín markaði einfaldlega endalok [umræðunnar]...
Þess vegna er ögn komískt að leitast við að halda ummælunum til haga og leggja þau hér fram.

Matti Á. - 14/08/04 00:34 #

Ég er að reyna að benda öðrum lesendum á hvernig þessar umræður fara fram, getur verið að það sé kómískt. Gagnrýni ekki ákvörðun þína að ritskoða þráðinn.

Árni Svanur - 14/08/04 09:18 #

Merkilegt hvernig menn geta leikið sér að því að túlka hlutina á versta veg þegar þeim hentar :-)
Sammála :-)

Matti Á. - 14/08/04 11:20 #

Fair enough. Þetta er kannski neikvæð túlkun:

Ég veit ekki, mér þykir þetta ósköp saklaust og sanngjarnt innlegg miðað við efni bænarinnar. Ætli Gvuðsmanninum hafi ekki fundist ég vera að saurga bænina eða eitthvað álíka!
En ég stend við ásökun mína um að þú snúir út úr þegar þú þrætir fyrir að hafa eytt athugasemdinni, þar túlka ég jafnvel á besta veg.