Örvitinn

Könguló

Ég fór út tók mynd af könguló í garðinum áðan, stóð upp á stól og teygði mig og skaut blint. Gat ekki fókusað sjálfvirkt þannig að ég setti fókus á minnstu stillingu og prófað að taka nokkrar myndir. Flestar voru vel úr fókus en ein heppnaðist ágætlega.

Tók fyrst eftir tveimur hlussum fyrir eins og viku, get svo svarið að önnur þeirra var að éta geitung einn morguninn. Held reyndar að sú könguló sé dauð, hún hefur ekki hreyft sig í töluverðan tíma.

Þessi hér fyrir neðan er búin að gera rosa vef, heildarhæð er rúmir tveir metrar. Ég ætla ekki að stugga við henni enn sem komið er, losa mig samt við hana ef við setjumst út því vefurinn er við borðið úti í garði.

Þessi mynd er óstækkuð, bara klippt úr orginal myndinni. Mig langar óskaplega í macro linsu en það bíður betri tíma. Köngulóin er samt ekki jafn stór og myndin gefur til kynna, ég giska á að hún sé svona 2-3 cm á lengd.

köngulóin í garðinum

myndir
Athugasemdir

Arnaldur - 13/08/04 20:04 #

Þetta er magnað kvikindi! Prófaðu að ota litla fingri að henni og athugaðu hvort hún bítur.

Matti Á. - 13/08/04 22:58 #

Ertu brjálaður, hún myndi eflaust reyna að kirkja mig :-P