Örvitinn

Örn Bárður um guðleysi

Eg á von, en aldrei hann!
Er hægt að vera guðlaus? Er guðleysi ekki trúarafstaða í vissum skilningi, trú á eitthvað annað en Guð? Maðurinn sem tegund er skapaður til þess að trúa og hafa Guð í heiðri, lúta skapara sínum. Allt snýst þetta um fyrsta boðorðið, um að hafa Guð í fyrsta sæti og ekkert annað. Og Jesús sagði um hið efnislega og andlega: „En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ (Mt 6.33)

Ég kom með smá athugasemd enda finnst mér ekki hægt að bjóða fermingarbörnum (næsta árs) upp á svona rökleysur.

kristni
Athugasemdir

Halldór E. - 16/08/04 12:31 #

Mér finnst þú fara óvarlega með rökleysuhugtakið. Örn gefur sér ákveðna forsendu:

Maðurinn sem tegund er skapaður til að trúa...
Áliktunin um að guðleysi sé í einhverjum skilningi trúarafstaða stafar af þessari forsendu. Þó hann raði þessu upp í öfugri röð og sem spurningu. Athugasemd þín er líka byggð á ákveðinni forsendu sem á að sjálfsögðu rétt á sér og felur ekki heldur í sér rökleysu.
Maðurinn er ekki skapaður heldur dýrategund sem hefur þróast á óratíma. Hugmyndin um Guð, hvað þá hinn kristna Guð er glæný í sögu mannskepnunnar.

Matti Á. - 16/08/04 12:35 #

Forsendan er bull, þar af leiðir er það sem á eftir kemur rökleysa ;-)

Forsenda mín er athugun sem byggir á staðreyndum, forsenda hans er óskhyggja. Það er eðlismunur þar á, reyndar akkúrat sami eðlismunur og er á lífsviðhorfi guðleysingjans og guðmannsins.

Matti Á. - 17/08/04 10:21 #

Jæja, Örn Bárður er farinn að tjá sig. Ekki fer það gæfulega hjá honum að mínu hógværa mati.

Hins vegar hef ég ekki haldið því fram að guðleysi jafngildi afstöðuleysi, öðru nær. Röksemd mín er að guðleysi sé einmitt afstaða og þar með sé það náskylt trúnni og meira en það: GUÐLEYSI ER TRÚ, er traust á einhver tiltekin gildi á sama hátt og mín kristna trú er traust á þeim gildum sem Kristur kenndi.
Mér finnst alltaf jafn áhugavert þegar guðfræðingar og prestar gera svona lítið úr trú. Trú er bara afstaða og öll afstaða þar af leiðandi trú. Reyndar er þetta ekki beinlínis rökrétt en látum það vera. Ég veit ekki, kannski er þetta einhver póstmódernismavírus sem er að ganga á þriðju hæð aðalbyggingar Háskólans!

Matti Á. - 17/08/04 14:37 #

Birgir skrifaði pistil í kjölfarið og skellti á Vantrúarvefinn

Getur sá er boðar trú, kristna trú, haft raunverulegt umburðarlyndi gagnvart öðrum lífsskoðunum? Er honum ekki í mun að sækja týndu lömbin svo Jesús geti hætt að gráta? Er ekki sá guðsmaður sem lætur sig trúleysi náungans einu gilda þá bara ömurlegur hræsnari?

Matti Á. - 19/08/04 01:43 #

Má til með að vitna í eftirfarandi athugasemd sem sýnir ágætlega að prédikarann skortir algjörlega rök, hann hefur engu svarað enda orðið ljóst að hann getur ekki klifrað upp úr holunni sem hann gróf.

Kæru lesendur

Var að skoða annál Matta Á og er vægast sagt undrandi á fúkyrðaflaumi hans, fordómum, virðingarleysi fyrir fólki og skoðunum þess sem birtist í fjölmörgum greinum hans og að því er virðist reiðiköstum.

Smellið endilega á þetta:http://www.orvitinn.com/efahyggja/

Að menntaður nútímamaður skuli tala svona um samferðafólk sitt er alveg með ólíkindum.

Örn B.

Ég kíkti í loggana til að sjá hvaða greinar hann las og fann þrjár sem hægt er að túlka á þennan hátt: Drullusokkar Gvuðs Af hverju kalla ég biskup fífl? (rökstuðningu fyrir Jón) Geðsjúklingurinn Jónína Ben

Ég skil ekki alveg af hverju presturinn fær hland fyrir hjartað útaf þessum greinum, sú fyrsta er vissulega frekar vafasöm enda skrifuð í reiðiskasti eftir að Binni talaði niður til mín á annálum, hinar eru ósköp saklausar og greinin um Jónínu Ben er einfaldlega sönn. Annað sem Örn Bárður las var sárasaklaust en samtals kíkti hann á svona 10-20 síður undir kristni og efahyggja.

Auðvitað er þetta ekkert annað en tilraun til að stoppa umræðuna, ég er búinn að benda á að tilraun hans til að halda því fram að hann hafi meint traust þegar hann notaði hugtakið trú er hrein og klár lygi enda blasir það við þegar maður les inngangsorð síðunnar. Það blasir við að hann er lentur í þversögn við sjálfan sig og sér enga undankomuleið, aldrei dytti honum í hug að játa að prédikunin (sem ónefnd kona sagði við mig í kvöld að henni fyndist vera hrikalega illa samin) byggir á rökleysu. Börn á fermingaraldri eiga betra skilið en illa samda og órökrétta prédikun.

Það er dálítið skondið að Örn Bárður skuli beita þessari taktík, að ráðast á mig persónulega og saka um fordóma meðal annars, enda maðurinn umdeildur svo ég segi ekki meira og vafalítið vanur því að vera skammaður fyrir það sem hann hefur látið frá sér.