Örvitinn

Skammhlaup í heila

Var í símanum í morgun að ræða við starfsfólk Heimsferða og Hertz útaf aukareikningi fyrir bílaleigubílinn sem við vorum með á Ítalíu. Fengum 14.000.- kr reikning sem ekki var alveg að passa, sjáum reyndar núna að stór hluti af þessi eru barnabílstólarnir en samt er verið að ofrukka fyrir bensínið.

Hvað um það, þegar ég var að ræða við konurnar á báðum stöðum gat ég á enginn hátt munað staðarheitið Toskana. Ég mundi Flórens, Rimini og allan andskotann, en ég mundi ekki Toskana. Var farinn að stama í símann en talaði svo bara um Ítalíu, ég var með bílaleigubíl á Ítalíu í sumar. Vissi af orðinu einhversstaðar aftarlega í kollinum, væntanlega bakvið hughrif af nýskoðuðu klámi sem rómar um gráu sellurnar ásamt öðrum óþarfa.

Mundi þetta skömmu síðar upp úr þurru.

Það er merkilegt þegar maður fær skammhlaup í heila. Vonandi er ég ekki að kalka fyrir aldur fram. Einhvern daginn mun ég ekki muna hvað ég heiti!

dagbók