Örvitinn

Atkins kúrinn verkar

Horfði á hluta þáttar um Atkins kúrinn í kvöld, mikið óskaplega stuðaði það mig að sífellt væri talað um að kúrinn verkaði. Kúrinn verkar, sagði þulan sí og æ. Hvaða framburður er þetta eiginlega?

Annars var þátturinn dálítið skondinn, Atkins eins og trúarleiðtogi og sífellt talað um vísindamenn með frekar neikvæðum formerkjum. Búið að snúa sönnunarbyrðinni algjörlega við og því hlutverk annarra að sanna að kúrinn virkar ekki. Sniðugt að sjá hvernig helstu kenningarnar í kringum kúrinn voru hraktar með einföldum rannsóknum.

Svo var ekkert sem kom mér á óvart, kúrinn virkar af því að fólk borðar minna. Ég sagði það fyrir löngu. Svo var ekki minnst á eina helstu ástæðuna fyrir því af hverju fólk borðar minna á þessum kúr, fæðið er í praxís einhæfara, óþarfi að spá ítarlega í því hvernig þetta fæði hefur áhrif á matarlystina, fólk borðar minna vegna þess að maturinn er ekki jafn spennandi.

En þessi aðferð er fín fyrir marga og virkar í sumum tilfellum.

Ýmislegt