Örvitinn

Drög að matseðli

Þarf að ákveða í dag hvað ég elda á morgun, fáum góða gesti í kvöldmat þegar matarklúbburinn mætir á svæðið. Ég ætla að hafa ítalskt þema.

Er að spá í að bjóða upp á snittubrauð með mozarella osti, tómat, basiliku og ólívu olíu í nart fyrir matinn eða jafnvel kokteiltómata fyllta með pestó.

Antipasti er ekki alveg ákveðið, verður líklega Bresaola með parmesan eða parmaskinka með melónu.

Primi piatti verður risottó, sveppa frekar en sjávarrétta, löngu búinn að ákveða að hafa risotto á matseðlinum.

Secondi piatti annað hvort kjúklingabringur með skinku og parmesan eða kálfasneiðar með spagettí í tómat/basil sósu úr la primavera bókinni. Kjúklingabringur líklegri þar sem ég hef eldað réttinn áður, er samt dálítið spenntur fyrir kálfakjötinu. Meðlæti er alveg óákveðið, eitthvað einfalt á ítalska vísu.

Ís og kaka eða eitthvað í þá áttina í eftirrétt , Gyða fær að sjá um það :-) Þarf að skella limone líkjör í frysti á morgun svo hægt verði að bjóða upp á smakk, skilst að hann skuli drukkinn ískaldur.

matur
Athugasemdir

Sirry - 27/08/04 13:13 #

Namm namm ohhhhhh hvað mig hlakkar til hentar ekki vel bara gott kalt rósavín með þessu ??

Matti Á. - 27/08/04 13:17 #

Hvítvín hentar vel með risottó og kjúklingabringum.

Rósavínið hentar örugglega vel, taktu bara það sem þér finnst gott.

Við bjóðum upp á rauðvín með forréttínum, eigum flösku af ódýru rauðvíni frá Toskana, eitthvað sem Gunna greip á sveitabæ, tilvalið að smakka það.